Ertu að leita að bók að lesa?

Ef þú ert að leita þér að góðri bók til að lesa sem lætur þér líða vel þarftu ekki að leita lengra. Jojo Moyes hefur skrifað fjöldan allan af bókum sem eru þess virði að lesa. Þær eru skrifaðar á ensku en ef það er ekki fyrir þig þarftu ekki að örvænta. Margar af bókum hennar hafa verið þýddar yfir á íslensku og fást bæði í bókabúðum og á bókasöfnum um land allt.

Jojo Moyes

Jojo Moyes er fædd Pauline Sara-Jo Moyes í Englandi árið 1969. Hún hefur starfað sem ritari og blaðamaður en fór að vinna sem rithöfundur árið 2002, en skrifar ennþá greinar í The Daily Telegraph. Fyrstu þremur bókum hennar var hafnað, en sú fjórða, Sheltering Rain, varð svo vinsæl hjá bókaútgáfum að það voru sex sem börðust um útgáfuréttinn. Ein vinsælasta bók Moyes er Me Before You, Ég fremur en þú á íslensku. Bókin var einnig gefin út sem bíómynd árið 2016. Moyes hefur tvisvar sinnum unnið Romantic Novelists’ Association’s Romantic Novel of the Year verðlaunin, fyrst árið 2004 fyrir Foreign Fruit og aftur árið 2011 fyrir The Last Letter From Your Lover.

Einn plús einn

Árið 2014 gaf Jojo Moyes út bókina Einn Plús Einn sem á frummáli heitir One Plus One. Hún segir frá einstæðu tveggja barna móðurinni Jess Thomas. Hún vinnur tvær vinnur og gerir sitt besta til þess að ná endum saman, en það getur verið erfitt þegar maður er einn. Hún þarf stundum að taka áhættur sem hún vildi síður taka, en hún hefur ekki annað val. Dóttir hennar, Tanzie hefur gríðarlega talnagáfu, en hún fær fá tækifæri til þess að njóta sín þar sem hún hefur enga aðstoð við að þróa gáfur sínar. Stjúpsonur Jess, Nicky, er lagður í einelti en hefur ekki mikla möguleika á að losna undan því án hjálpar og stundum líður Jess eins og þau séu að drukkna og hvergi er hjálp að fá.