Bókin gefin út

Harry Potter og fanginn frá Azkaban var gefin út á frummáli árið 1999. Hún var svo þýdd og gefin út á íslensku ári síðar, af bókaútgáfunni Bjarti. Bókin hlaut fjölda verðlauna, þar á meðal Whitbread Children’s Book verðlaunin og Bram Stoker verðlaunin. Bíómynd var svo gerð og hún frumsýnd árið 2004 undir leikstjórn Alfonso Cuarón.

Harry Potter

Harry Potter er galdramaður sem elst upp hjá móðursystur sinni og eiginmanni hennar, en þau eru muggar, fólk sem getur ekki galdrað. Þegar hann var 11 ára gamall var honum boðið að hefja nám við galdraskólann , Hogwarts. Fanginn frá Azkaban er þriðja bókin í seríunni og gerist skólaárið eftir að Harry verður 13 ára gamall.

Fanginn frá Azkaban

Bókin hefst eftir að Harry kemur heim eftir annað árið sitt í Hogwarts. Systir Vernons, Marge, er að koma í heimsókn og Vernon lofar að skrifa undir miða frá skólanum sem leyfir Harry að heimsækja þorpið Hogsmeade svo framarlega að hann hagi sér vel. En ekki gengur allt vel, þar sem Harry blæs óvart Marge upp eftir að hún niðurlægir foreldra hans einum of oft. Harry pakkar niður í töskuna sína og yfirgefur húsið. Honum tekst að komast til Skástrætis í Lundúnum og fær sér herbergi á Leka seiðpottinum. Seinna um sumarið hittir hann Weasley fjölskylduna, eftir að þau koma úr ferðalagi til Egyptalands. Arthur Weasley segir honum frá Sirius Black, guðföður Harrys sem var að sleppa úr fangelsi og sé að leita að Harry.

Sekur eða saklaus?

Sirius var sendur í fangelsi fyrir að svíkja foreldra Harrys til Voldemort. Þegar Harry loksins hittir Sirius kemst hann að því að ekki er allt sem sýnist. Sirius var aldrei formlega dæmdur í fangelsi og hann var alls ekki svikarinn, heldur var hann svikinn af vini sínum Peter, sem var einnig sá sem sveik foreldra Harrys og hefur verið í felum sem rotta í 12 ár.