Rita Hayworth and the Shawshank Redemption

Árið 1982 gaf Stephen King út bókina Rita Hayworth and the Shawshank Redemption. Þetta er löng smásaga, oft nefnd miðsaga, vegna þess að hún er lengri en hefðbundin smásaga en er þó ekki jafn löng og hefðbundin skáldsaga. Árið 1987 voru kvikmyndaréttindin keypt af Frank Darabont en það var ekki fyrr en fimm árum síðar, árið 1992, að hann skrifaði handritið að myndinni. Darabont fékk 25 miljónir dala til þess að framleiða myndina frá Castle Rock Entertainment. Tökur byrjuðu í janúar 1993 og myndin var svo frumsýnd árið 1994 undir nafninu Shawshank Redemption.

Shawshank Redemption

Myndin segir frá bankastarfsmanninum Andy Dufresne sem er sakaður um morðið á eiginkonu sinni og elskhuga hennar árið 1947. Hann fær tvo lífstíðardóma fyrir morðin, en hann heldur því sjálfur fram að hann sé saklaus. Hann er sendur í Shawshank fangelsið þar sem hann vinnur í þvottahúsinu. Þar er reglulega ráðist á hann og honum nauðgað af “Systrunum” og leiðtoga þeirra, Bogs. Andy vingast við Ellis “Red” Redding sem er að afplána lífstíðardóm. Red gefur Andy steinhamar og plakat af Ritu Hayworth þegar hann kemur í fangelsið.

Peningaþvottur

Tveimur árum eftir að hann kemur í fangelsið heyrir Andy fangelsisvörð kvarta undan því að þurfa að borga skatt af arfi sem hann fékk. Andy fer að sjá um fjármál starfsmanna við fangelsið þar sem hann hafði unnið í banka áður en hann fékk fangelsisdóminn. En það leiðir svo til þess að árið 1963 fer hann að sjá um peningaþvott fyrir ýmsa starfsmenn bæði í Shawshank fangelsinu sem hann er í og í öðrum fangelsum í kring undir nafninu Randall Stephens.

Morðinginn

Árið 1965 kemur nýr fangi til Shawshank að nafni Tommy. Hann segir Andy og Red að fyrrverandi klefafélagi hans í öðru fangelsi hafi viðurkennt að hann hafi myrt eiginkonu Andy og elskhuga hennar. Andy segir frá, en fangelsisvörður að nafni Norton hótar honum og neitar upplýsingunum. Nokkrum mánuðum seinna nær Andy að flýja fangelsið.