Bubbi gefur út nýja ljóðabók

Bubbi Morthens

Ásbjörn Kristinsson Morthens fæddist í Reykjavík árið 1956. Hann er íslenskur tónlistarmaður sem gengur undir nafninu Bubbi Morthens. Mamma hans var dönsk en pabbi hans var hálfíslenskur og hálfnorskur. Síðan Bubbi varð þektur tónlistarmaður á 9. áratugnum hefur hann lengst af verið einn með gítarinn sinn sem trúbador en hann var einnig meðlimur í hljómsveitunum Utangarðsmenn og Egó. Hann hefur í gegnum árin selt fleiri plötur á íslandi en nokkur annar tónlistarmaður hér á landi, hvort heldur sem er íslenskur eða erlendur. Þar á meðal eru plöturnar Ísbjarnarblús árið 1980, Í skugga Morthens árið 1995 og Sól að morgni árið 2002.

Þríleikur ljóðabóka

Bubbi gaf út sína fyrstu ljóðabók, Öskraðu gat á myrkrið, árið 2015. Í henni eru 33 óbundin ljóð sem fjalla um myrkraheim ótta og vímu og öskrið sem á endanum brýst út og klýfur myrkrið. Önnur ljóðabókin hans, Hreistur, var gefin út árið 2017. Hún fjallar um það umhverfi sem Bubbi ólst upp í og það umhverfi sem mótaði hann hvað mest – sjávarþorpin, verbúðirnar, fiskurinn og harkan. Hann segir frá leitinni að upprunanum og því sem mótaði þann Bubba sem við þekkjum svo vel. Á dögunum kom svo út nýjasta ljóðabók Bubba, en hún fékk nafnið Rof.

Rof

Rof er þriðja og síðasta bókin í ljóðabókarþríleik Bubba. Hún fjallar um leitina að frið og sátt, en er þó um leið áfallasaga sem fjallar um ofbeldi og áföll sem Bubbi varð fyrir í barnæsku og í gegnum árin og afleiðingar misnotkunar. Bubbi segir bækurnar þrjár vera eins konar ævisögu sína og þetta var formið þar sem hann fann sjálfan sig hvað mest.

Dauðinn er subbulegur

Í sumar þurfti Bubbi að aflýsa tónleikum sínum á Menningarnótt, en hann lenti á spítala eftir að fannst rifa á slagæð og munaði ekki miklu að verr færi. Hann segir sjálfur að þar sem hann lá á spítalanum hafi hann uppgötvað að dauðinn væri ekki fallegur – það væri bara blekking. Dauðinn er subbulegur.