Heimsókn til Hafnar í Hornafirði

Ferð um Suðurland

Á Suðurlandi er margt hægt að skoða. Ef keyrt er frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði er hægt að stoppa á gríðarlega mörgum stöðum og skoða náttúruperlur og fara í skemmtilegar gönguferðir. Á leiðinni má meðal annars sjá Skógarfoss, Seljalandsfoss, Jökulsárlón og margt fleira. Þegar komið er til Hafnar er ekkert síðra að fara í skemmtilegar gönguferðir og þar eru söfn sem hægt er að skoða og góðir veitingastaðir sem hægt er að heimsækja. Ef ferðast er utan háannatíma er hægt að ferðast ódýrara en ef ferðast er á háannatíma þegar fjöldi ferðamanna er á ferðalagi um landið.

Lava Centre og Katla Mathús á Hvolsvelli

Einn af áhugaverðu stöðunum sem hægt er að stoppa á og skoða á leiðinni er nýopnaða Lava Centre á Hvolsvelli. Þar er hægt að sjá fræðiefni um kjarna jarðarinnar, eldfjöll og jarðskjálfta á Íslandi. Opnunartímar eru frá 9-19 alla daga og svo er þarna Katla Mathús sem opið er til klukkan 21 alla daga. Þar er hægt að fá góðan mat á góðu verði.

Skógafoss

Á leiðinni á Höfn er keyrt framhjá mikilfenglegum fossi að nafni Skógafoss. Hann er 60 metra hár, 25 metra breiður og var friðlýstur árið 1987. Hellir er á bakvið fossinn þar sem landnámsmaðurinn Þrasi Þórólfsson er talinn hafa kastað gullkistu sinni. Gaman er að því að stoppa og labba upp að fossinum – en hafðu með þér regnföt ef þú ætlar að fara nálægt fossinum. Úðinn frá fossinum berst þónokkurn spotta frá fossinum sjálfum.

Höfn

Höfn er, eins og nafnið gefur til kynna, hafnarbær. Þar er hægt að skoða ýmislegt, þar á meðal söfn og sýningar. Þegar komið er til Hafnar er þó eitt sem þarf að prófa framar öllu öðru – humar. Höfn er talinn vera sá staður á landinu sem hægt er að fá besta humarinn. Þar er til dæmis hægt að heimsækja Íshúsið Pizzeria sem býður upp á ýmsa humarrétti, þar á meðal humarsúpu og humarpizzu.