Heimsókn til Vesturlands

Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi hefur heldur betur aukist síðustu árin en mikið er um það að ferðamenn fari ekki langt út fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Það er mikil synd þar sem margar fallegar náttúruperlur er að finna víðs vegar um landið. Þar á meðal er hægt að finna margt skemmtilegt á Vesturlandi og Snæfellsnesi.

Hvernig á að komast?

Þegar kemur að því að ferðast um Ísland er úr mörgum leiðum að velja. Hægt er að leigja sér bíl og keyra, eða það er hægt að bóka sér flugferð, nota ferjuna Baldur sem siglir á milli Snæfellsness og Vestfjarða með viðkomu í Flatey, Strætó keyrir árið um kring og svo eru auðvitað dagsferðir með hinum ýmsu rútufyrirtækjum.

Hafa þarf varann á ef keyrt er á eigin vegum á veturna því vegir landsins eru hættulegir og auðvelt er að lenda í slysum þegar snjór og hálka liggur á vegunum. Fylgjast þarf vel með veðri og vindum og lesa vel skilti sem standa við veginn.

Hvað er hægt að gera?

Þegar komið er á leiðarenda er ýmislegt hægt að gera. Á Vesturlandi er fjöldinn allur af söfnum þar sem hægt er að kíkja við, þar er hægt að sjá og kaupa íslenska hönnun og svo er fjöldinn allur af útivistarsvæðum sem hægt er að skoða. Veiðiár og vötn eru víðs vegar á svæðinu, þar á meðal Staðará og Skorradalsvatn, hægt er að leigja sér hjól og hjóla sjálfur um eða kaupa sér leiðsöguferð á hjólum.

Vesturland býður upp á fuglaskoðunarferðir, hvalskoðunarferðir eða aðrar bátsferðir. Þarna eru hellar sem hægt er að fara að skoða og ýmis skemmtileg útisvæði fyrir alla fjöslkylduna. Á veturna er ekkert síðra að fara í heimsókn, en Skridhusky er nýtt fyrirtæki sem býður upp á sleðahundaferð að vetri til. Svo er fjöldinn allur af skemmtilegum veitingastöðum með góðum mat fyrir alla.