Hlýnun jarðar og golfstraumurinn

Hlýnun jarðar

Mikið hefur verið fjallað um hlýnun jarðar síðustu ár. Það verður meira áhyggjuefni með hverju árinu sem líður hvernig muni fara fyrir jörðinni ef hlýnun hennar fær að halda áfram eins og hún hefur gert undanfarin ár. Jöklar eru að bráðna á gríðarlegum hraða, fleiri og fleiri bílar bætast við bílaflota heimsins á hverju ári og flestir ganga fyrir bensíni eða dísel sem auka magn gróðurhúsalofttengunda í loftinu og skógareyðing er gríðarleg, miklu meiri en hún ætti að vera. En hvað verður um Golfstrauminn ef hlýnun jarðar heldur svona áfram?

Golfstraumurinn

Golfstraumurinn er hafstraumur sem ber hlýtt vatn frá upptökum sínum í Karíbahafi og norður til bæði Bandaríkjanna og til Íslands. Sá hluti sem fer til Bandaríkjanna kallast Flórídastraumurinn og Norður-Atlantshafsstraumurinn er sá hluti sem fer til Íslands. Golfstraumurinn umlykur svo gott sem allt landið okkar í hlýjum straumum og það hjálpar til við að halda hafís í skefjum í kringum landið. Golfstraumurinn er ein af ástæðunum fyrir því að hægt er að búa eins vel hér á landi og raunin er og að ekki er eins kalt eins og annars væri.

Hvernig tengjast Golfstraumurinn og hlýnun jarðar?

Talið er að ef hlýnun jarðar heldur áfram eins og hún gerir núna, myndi á endanum ekki vera neinn hafís eftir í heiminum og jöklarnir munu bráðna. Sjórinn mun þá hlýna þar sem núna er kaldur sjór. Kaldi sjórinn sem er til staðar núna er þungur, þyngri en hlýr sjór, svo hann sekkur til botns. Þegar þetta gerist dregur hafið hlýrri sjó til sín, þangað sem kaldi sjórinn sökk. Þetta er ein af ástæðunum sem eru taldar vera valdur að því að Golfstraumurinn ferðast svona langt norður. Ef enginn kaldur sjór er eftir til að falla til botns mun enginn hlýr sjór dragast Norður og þar með verður enginn Golfstraumur við Íslandsstrendur lengur.