Lof mér að falla slær í gegn

Lof mér að falla

Lof mér að falla er íslensk bíómynd sem var frumsýnd 7. september síðastliðinn. Hún hefur heldur betur haft áhrif á fólk og margir gestir hafa gengið grátandi út úr sal eftir að myndinni var lokið. Samkvæmt fréttum á mbl.is höfðu um 8.300 manns séð myndina þann 10. september og er frumsýning hennar sú fjórða stærsta á íslenskri kvikmynd nokkru sinni. Handritið skrifuðu þeir Baldvin Z, sem einnig leikstýrði hinni gríðarlega vinsælu mynd Vonarstæti sem var frumsýnd árið 2014, og Birgir Örn Steinarsson í sameiningu og sögðu þeir báði að þetta hefði verið hrikalega erfitt verkefni sem lögð var mikil vinna í. Meðal leikara eru Elín Sif Halldórsdóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir sem Magnea, Eyrún Björk Jakobsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir sem Stella og Ólafur Darri Ólafsson.

Netflix sýnir áhuga

Myndin var ekki einungis sýnd hér á Íslandi, heldur var hún líka send út fyrir landssteinana og sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún vakti gríðarlega athygli. Í kjölfarið var hún send áfram til fleiri landa í kring. Hún barst þar á meðal til Bandaríkjanna þar sem Netflix hefur sýnt henni mikinn áhuga og búist er við að Netflix verjar óski eftir sýningarrétti. Myndin mun svo halda áfram að ferðast um heiminn á næstu vikum og mun hún meðal annars taka þátt í stærstu kvikmyndahátíð Asíu, Busan, um miðjan október.

Um myndina

Lof mér að falla er byggð á sannsögulegum atburðum, en hún fjallar um hina 15 ára gömlu Magneu og hvernig líf hennar breytist eftir að hún kynnist hinni 18 ára gömlu Stellu. Magnea laðast mjög að Stellu og notfærir Stella sér tilfinningar Magneu til þess að draga hana inn í heim fíkniefna og annarrar hættu sem hefur miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Tólf árum síðar hittast stelpurnar mjög óvænt aftur og þær komast ekki hjá uppgjöri á milli þeirra.

Myndin er bönnuð innan 14 ára og ekki fyrir viðkvæma.