Slangur íslenskra unglinga í dag

Þróun íslenskrar tungu

Eins og með öll önnur tungumál í heiminum er íslenskan alltaf að þróast. Nýyrði koma til eftir því sem nýjar uppfinningar eru kynntar til leiks og tökuyrði eru sífellt að bætast við. Á árum áður hvarf fallega tungan okkar næstum í dönskuna þar sem stór hluti íslendinga talaði meiri dönsku en íslensku. Í dag er það enskan sem er að hafa hver mest áhrif á tungumálið okkar. Svo má heldur ekki gleyma unglingunum sem alltaf virðast vera að finna ný og ný orð sem fullorðna fólkið botnar hvorki upp né niður í. En nú er búið að þýða mörg af slanguryrðum unglinga.

Hvað eru slanguryrði

Það getur verið erfitt að segja til um nákvæmlega hvaða orð eru slanguryrði, en slangur eru orð sem einkennast af undarlegri málmyndun og eru notuð í ákveðnum aðstæðum og í ákveðnum hópum. Bæði eru til slanguryrði sem eru notuð í daglegu tali, en svo eru líka til slanguryrði sem notuð eru á netinu og eru kölluð netslangur.

Netslangur

Netslangur eru slanguryrði sem mest eða eingöngu eru notuð á netinu. Þar má nefna orð eins og LOL (Laughing Out Loud) og WTF (What The F*ck). Svo eru orð sem tilheyra ákveðnu tölvumáli sem heitir L33t/1337, eða Leet. Það kemur frá orðinu Elite og er verið að vísa í að vera yfir aðra hafinn. Leet hefur sitt eigið stafróf sem má finna á netinu. Upphaf þessa tölvumáls má rekja aftur til níunda áratugs síðustu aldar.

Slanguryrði í tungumáli

Slanguryrði í íslensku eru orðin gríðarlega mörg og alltaf virðast vera að bætast við fleiri með hverju árinu sem líður. Hér má finna orð eins og Hlella, eða hleðslutæki, Frella, eða frétta og Orsom sem þýðir eða eitthvað. Fullorðnir í dag eiga orðið fullt í fangi með að fylgjast með og eiga margir erfitt með að skilja unglinga í dag þegar þeir nota svona mörg slanguryrði.