Söfn og menning á Íslandi

Menning Íslands

Ísland hefur alltaf verið menningaríkt land og hefur það aðeins færst í aukana síðustu árin og áratugina. Hér er mikið af fallegri list, bæði byggingalist, myndlist og myndatöku og svo er tónlistin á Íslandi ríkuleg. Til dæmis er Ísland þekkt fyrir hversu margir tónlistamenn eru hér miðað við höfðatölu og eru margir íslenskir söngvarar þekktir út fyrir landssteinana. Þar má helst nefna Björk, Sigurrós og Kaleo.

Söfn sem vert er að heimsækja

Ef ferðast er um landið er hægt að finna fjöldan allan af skemmtilegum söfnum. Þau eru staðsett víðsvegar um landið og er hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Þar má meðal annars nefna Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, Galdrasýningu á Ströndum og Flugsafn Íslands á Akureyri.

Ekki eru söfnin síðri á suðurlandi. Þar má meðal annars finna Draugasetrið á Stokkseyri, eitt af nokkrum söfnum sem þar er að finna. Þar má ganga í gegnum völundarhús og læra um helstu drauga Íslandssögunnar á skemmtilegan hátt.

Draugar, álfar og huldufólk

Hið yfirnáttúrulega hefur alltaf átt sinn stað í íslenskri menningu og eftir fjöldamargar sögur af vegavinnu sem farið hefur úrskeiðis eftir að átt hafði verið við álfastein hefur verið ákveðið að best sé einfaldlega að sneiða hjá þeim þegar kemur að vegagerð og húsbyggingu. Svo eru auðvitað sögurnar um draugana sem búa hér víðsvegar um landið, mórarnir á hálendinu og skottum. Fjöldamargar af þessum draugasögum má finna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ekki má heldur gleyma tröllunum blessuðu sem ekki láta sjá sig nema í myrkri þar sem þau breytast í stein, skíni á þau sólarljós. Víðsvegar um landið má finna svokallaða skessukletta sem eiga að vera tröll sem urðu úti.

Matur

Ekki er aðeins hægt finna fallega list og skemmtileg söfn á Íslandi, en hér má finna alls konar sérstakan mat og er þá Þorramaturinn hvað mest áberandi. Þar má finna matvæli á borð við kæstan hákarl, sviðakjamma og sviðasultu. Svo er skatan sem borðuð er víðs vegar um landið á Þorláksmessu.